Glæsilegur nýr Avensis afhjúpaður í Ölpunum

Skutbílsútgáfan af hinum nýja Avensis er hinn rennilegasta að sjá …
Skutbílsútgáfan af hinum nýja Avensis er hinn rennilegasta að sjá og sómir sér vel í umherfi svissnesku Alpanna. mbl.is/Toyota

Í haust verður nýr Toyota Avensis kynntur hér á landi. Avensis er sem kunnugt er flaggskip Toyota fólksbíla í Evrópu og nýlega var hann kynntur evrópskum bílablaðamönnum í svissnesku Ölpunum.

Ýmsar nýjungar er að finna í nýjum Avensis, bæði sem lúta að útliti og innviðum. Meðal helstu breytinga á útliti má helst nefna

nýja hönnun á fram- og afturenda, Led dag- og afturljós, nýjar 17" og 18" álfelgur og uggalaga þakloftnet.

Aukin þægindi fyrir alla

Að innan er bíllinn með nýja innréttingu frá grunni ásamt Nappa leðuráferð á stýri og Alcantara sætisáklæði. Þá er bíllinn búinn 8" Toyota Touch margmiðlunarskjá í mælaborði með bakkmyndavél auk 4.2" upplýsingaskjás fyrir ökumann.

Satin-króm innfellingar gefa innréttingunni glæsilegt yfirbragð, sæti hafa verið endurbætt og aukið hefur verið á öll þægindi bæði fyrir ökumann og farþega.

Hinn nýi Avensis er fáanlegur í þremur útfærslum, Live, Active og Premium og sem fyrr bæði Wagon og Sedan.

Auk bensínvéla fæst Avensis með tveimur nýjum dísilvélum. Verð á Avensis með bensínvél er frá 3.970.000 kr og með dísilvél frá 4.370.000 kr.

jonagnar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: