BL afhendir tvöþúsundasta bílinn

Í júní afhenti BL tvö þúsundasta bílinn á árinu, sendibíl …
Í júní afhenti BL tvö þúsundasta bílinn á árinu, sendibíl af gerðinni Renault Trafic í lúxusútfærslu. Á myndinni tekur Einar Sölvason (t.h.) hjá Toledo við lyklunum úr hendi Jóhanns Bergs Þorgeirssonar hjá fyrirtækjaþjónustu BL.

Bílaumboðið BL náði þeim áfanga í nýliðnum júnímánuði að afhenda tvöþúsundasta bílinn frá áramótum. Alls seldi fyrirtækið 571 bíl í mánuðinum, 228 til einstaklinga og fyrirtækja og 343 til bílaleiga.

Af þeim merkjum sem BL selur er Hyundai vinsælasta merkið hjá bílaleigunum í ár eins og í fyrra.

„BL heldur áfram stöðu sinni sem stærsta bílaumboð landsins. Fyrstu sex mánuði ársins seldi fyrirtækið 2.116 bíla samtals með bílaleigubílum meðtöldum sem er 22,5% markaðshlutdeild. Hlutur BL á einstaklings og fyrirtækjamarkaði er jafnvel enn meiri því á þeim markaði hefur fyrirtækið 25,4% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins,“ segir í tilkynningu frá BL.   

Sala til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) virðist vera í góðu jafnvægi og vöxturinn með eðlilegum hætti. Salan í ár fyrstu sex mánuðina er nú svipuð og var árið 2002 þegar 4507 bílar voru seldir á fyrri árs helmingi samanborið við 4.798 bíla fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs.

mbl.is