Cadillac undirbýr innrás í Evrópu

Cadillac kynnti CT6-lúxusbílinn nýlega til sögunnar.
Cadillac kynnti CT6-lúxusbílinn nýlega til sögunnar.

Bandaríski kádiljákasmiðurinn Cadillac er nú að planleggja sókn á Evrópumarkað og verður hún ekki smá í sniðum.

Ætlunin er að þetta dótturfyrirtæki General Motors (GM) sæki af fullum þunga þar inn með öll smíðismódelin, bæði dísil- og bensínbíla.

Forstjórinn Dan Ammann segir að Cadillac muni nýta sér sérstöðu bílaflotans á markaðinum með því að bjóða kaupendum upp á „óvenju góða þjónustu“.

Meðal bílanna sem boðnir verða í Evrópu verður nýtt flaggskip sem er í pípunum hjá Cadillac. Verður sá bíll ögn stærri og gæðasyllu ofar CT6-bílnum sem nýlega var kynntur til sögunnar og stefnt er til keppni við 7-seríu BMW og Mercedes-Benz S-Class. Ennfremur mun Cadillac vera að undirbúa öflugri útgáfu en nú fæst af orkubúntinu CTS-V.

En Cadillac sækir ekki bara út því fyrirtækið hefur verið að reyna að sækja á á heimamarkaði með því að kynna sig sem öðru vísi og sjálfstæðari en önnur merki GM-samsteypunnar. Hinn hátæknivæddi CT6 er upphafið að endurreisnaráformum sem miða að því að smíða aðlaðandi og magnaða bíla er hleypt geta nýju lífi í Cadillacmerkið og orðið til að stórauka sölu sem hefur verið í daufari kantinum undanfarin ár. agas@mbl.is

Eins og vænta mátti er íburður mikill í Cadillac CT6-lúxusbílnum.
Eins og vænta mátti er íburður mikill í Cadillac CT6-lúxusbílnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: