Bíll með eigin víngeymslu

Vínkjallarinn í öllu sínu veldi í enska eðalbílnum Aston Martin.
Vínkjallarinn í öllu sínu veldi í enska eðalbílnum Aston Martin.

Hvað svo sem fólki finnst um það, þá er hægt að fá bíl með eigin víngeymslu. Og margir telja eflaust að það sé hinn fullkomni bíll fyrir sumarleyfið.

Spurningin hvort hægt sé að betrumbæta hinn annars afburðabíl Aston Martin Rapide S. Hann er jú búinn 552 hestafla V12-vél og kostar um 80 milljónir króna á götuna kominn.

Svarið er líklega fundið; hægt er að koma fyrir víngeymslu í farangurshólfinu og fylla hann eðalkampavíni. Þannig búinn mætti skreppa á bílnum á hverja bæjar- og útihátíðina af annarri.

Kannski var eitthvað slíkt sem vakti fyrir umboðsmanni Aston Martin í Mílanó á Ítalíu. Þaðan er alltjent komin hugmyndin að víngeymslunni í breska ofurbílinn. Í samstarfi við franska kampavínsframleiðandann Dom Perignion voru ónafngreindir völundar fengnir til að sérsmíða vínstand í farangursgeymslu lúxusbílsins Aston Martin Rapide S. Pláss er þar fyrir þrjár kampavínsflöskur, tvö sérframleidd kristalsglös og tappatogara.

Það fylgir fregnum, að hingað til hefur aðeins verið útbúinn ein víngeymsla í bíl þessum, en hægt verður að fá hann sem valbúnað. Það mun ekki vera flókið mál að taka víngeymsluna úr bílnum ef brýn þörf verður fyrir farangurshólfið til annars brúks, en það er sagt vera 317 lítrar að stærð.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: