BMW opnar nýjan sýningarsal

Frá opnun nýja BMW sýningarsalarins.
Frá opnun nýja BMW sýningarsalarins.

BL opnaði á dögunum nýjan BMW sýningarsal í húsakynnum félagsins við Sævarhöfða 2. Hann er sá fyrsti í sögu BMW hérlendis, sem innréttaður er algjörlega eftir alþjóðlegum innréttingastöðlum BMW.

Framleiðendur lúxus bíla á borð við BMW gera sífellt meiri kröfur um að umhverfi viðskiptavina og þjónusta við þá sé eins á milli markaða. BL færði á sama tíma þjónustumóttöku fyrir BMW viðskiptavini á sama stað og því koma BMW viðskiptavinir á einn stað með öll sín erindi varðandi bílinn.

„Við höfum í gengum árin lagt okkur fram um að uppfylla staðla BMW og innleiða allt það sem snýr að gæðum þjónustunnar en við höfum ekki gengið skrefið til fulls fyrr en nú með aðstöðuna eins og hún leggur sig. Samkeppni á bílamarkaði er hörð og ef við ætlum að halda áfram að vera leiðandi bílaumboð verðum við halda árvekni og bjóða viðskiptavinum persónulega þjónustu í aðlaðandi umhverfi. Því er einnig við að bæta að BMW, eins og reyndar flestir þeir framleiðendur sem við erum með umboð fyrir, hefur aukið verulega vöruframboðið og það kallar á meira sýningarpláss,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL í tilefni opnunar nýja salarins.

Nýi BMW sýningasalurinn er tæplega 500 fermetrar með sýningarpláss fyrir allt að 12 bíla.  „Við bjóðum alla velkomna að koma og skoða nýju aðstöðuna okkar að Sævarhöfða 2,“ segir Loftur ennfremur.

Erna Gísladóttir forstjóri BL tekur við viðurkenningu frá Wolgang Breyer …
Erna Gísladóttir forstjóri BL tekur við viðurkenningu frá Wolgang Breyer markaðsstjóra BMW
mbl.is