Rigning truflaði kvartmílukeppnina

Guðmundur Guðlaugsson og Birgir Kristinsson rjúka af stað.
Guðmundur Guðlaugsson og Birgir Kristinsson rjúka af stað. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Nýtt Íslandsmet var sett í svonefndum G+ flokki mótorhjóla á þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu sem fram fór á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.

Þar var að verki Guðmundur „púki“ Guðlaugsson sem ók mílufjórðunginn á 9,432 sekúndum sem svarar til 153,64 mílna hraða, sem jafngildir 246 km/klst.

Þótt dagurinn hafi byrjað vel truflaði rigning keppni síðdegis og tókst ekki að klára alla flokka hennar vegna þessa.

Áður en rigningin lét til sín taka hafði keppni verið lokið í þremur flokkum af fimm. Eftir var að keppa til úrslita í flokki breyttra hjóla og í Street-flokki. Í þeim síðarnefnda var aðeins hrein úrslitaferð eftir.

Þessar viðureignir verða útkljáðar í fjórðu umferði Íslandsmótsins, sem fer fram fer eftir sumarfrí kvartmúlumanna, eða 29 ágúst næstkomandi. 

Úrslit dagsins urðu annars sem hér segir:

G+
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Birgir Kristinsson

TS
1. Garðar Ólafsson
2. Daníel G. Ingimundarson

OF
1. Harrý Þór Hólmgeirsson
2. Leifur Rósenbergson

Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.
Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni. Ljósmynd/B&B Kristinsson
Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.
Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni. Ljósmynd/B&B Kristinsson
mbl.is