Myllan fær sex Vito

Agnar Daníelsson, Pétur Smári Sigurgeirsson og Óli Ágústsson við afhendingu …
Agnar Daníelsson, Pétur Smári Sigurgeirsson og Óli Ágústsson við afhendingu nýju Vito bílana til Myllunnar.

Myllan hefur fengið afhenta sex nýja Mercedes-Benz Vito sendibíla frá Bílaumboðinu Öskju.

„Við erum afar ánægðir með þessa nýju Vito bíla. Þeir eru mjög góðir í akstri og henta okkar starfsemi mjög vel. Þetta eru rúmgóðir og afkastamiklir bílar sem koma nýbökuðum og ferskum brauðum og kökum hratt og örugglega í verslanir. Bílarnir eru hagkvæmir og eyða aðeins frá 6,2 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Myllan er umhverfisvænt fyrirtæki og það skiptir okkur líka máli að bílarnir eru umhverfismildir hvað varðar CO2 losun,“ segir Pétur Smári Sigurgeirsson, sölustjóri hjá Myllunni, í tilkynningu.

Vito eru fjölhæfir atvinnubílar en hægt er að fá þá í þremur mismunandi lengdum og hægt er að velja þá með framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifi.

„Við hjá Öskju erum að sjálfsögðu afar ánægð með að Myllan valdi Vito í bílaflota sinn. Þetta eru mjög liprir og áreiðanlegir bílar sem henta við margs konar vinnu og rekstur. Vito bílarnir sem Myllan valdi eru með sérstaklega langri yfirbyggingu. Framrýmið var klætt að innan í verksmiðju Mercedes-Benz og yfirbygging bílanna er smíðuð úr galvaniseruðu stáli. Burðargeta bílanna er 860 kg. Þeir eru allir búnir bakkmyndavél til að gæta fyllsta öryggis. Myllan mun síðan bæta við einum fjórhjóladrifnum Vito í bílaflotann í vetur en mikil ásókn hefur verið í fjórhjóladrifna Vito bíla þannig að Mercedes-Benz hefur ekki undan að framleiða þá,“ segir Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Öskju.

mbl.is