Nýr Sportage fram í dagsljósið

Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.
Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.

Kia hefur nú í vikulokin birt myndir af frumburði fjórðu kynslóðar jepplingsins Kia Sportage. Hann verður formlega frumsýndur á bílasýningunni sem haldin er í Frankfurt í Þýskalandi um miðjan í september.

Nýi bíllinn, sem sviptur verður hulum 17. september,  er rennilegri á að líta en forverinn. Botnplötur að framan og aftan eru úr áli og nýtt framgrill þykir minna á tígurstrjónu og verður lægra á framendanum en áður. Ljósabúnaðurinn verður nýr og umbreyttur.

Pústgreinin verður tvöföld og stútar hennar krómaðir. Á þaki verður vindskeið með innbyggðu þriðja bremsuljósinu. Í stjórnklefanum tekur margt breytingum og frágangur og búnaður svipaður ef ekki hinn sami og í nýjum Kia Sorento og Optima.

Vélarlínan sem í boði verður fyrir nýjan Kia Sportage er sú hin sama og fyrir Hyundai Tucson. Þar á meðal verður 135 hestafla 1,6 lítra bensínvél og hverfilblásið afbrigði hennar sem skilar 176 hestöflum HP. Í boði verður einnig 115 og 1,7 lítra CRDi dísilvél og 2,0 lítra vél sem ýmist verður 136 eða 184 hestafla.

Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.
Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.
Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.
Kia Sportage hinn nýi er rennilegri en forverinn.
mbl.is