Leka mynd af nýjum Hyundai Elantra

Hyundai Elantra hin nýja í bílsmiðju í Suður-Kóreu.
Hyundai Elantra hin nýja í bílsmiðju í Suður-Kóreu.

Kóreska bílasíðan Auto Tribune hefur birt myndir af nýju módeli Hyundai Elantra sem kemur á götuna á næsta ári.

Á þessu stigi er óljóst hvenær heimsfrumsýning hins nýja Elantra fer fram; verði það ekki í Frankfurt um miðjan í september gæti það í síðasta lagi átt sér stað í Los Angeles seint í nóvember.

Við fyrstu sýn virðist bíllinn endurspegla þýðversk áhrif hinna þýsku hönnuða sinna. Sá bíll sem á myndunum birtust mun vera útgáfan sem sett verður á heimamarkað í Suður-Kóreu og nefndur er Avante AD þar.

Elantra hin nýja dregur einnig dám af flaggskipi Hyundai, Genesis, sem þó hefur ekki þótt endurspegla fagrar línur. Á þessu stigi verður að bíða betri tíma eftir upplýsingum um búnað bílsins og tæknilýsingar.

mbl.is