Megane fær þroskaðra útlit

Þannig sjá teiknarar hinn nýja Renault Megane fyrir sér.
Þannig sjá teiknarar hinn nýja Renault Megane fyrir sér.

Ný kynslóð af Renault Megane lítur dagsins ljós á næsta ári. Innréttingin er sögð verða gæðameiri en áður og útlit bílsins þroskaðra en hingað til.

Hvort tveggja skiptir máli; kröfur um breytingar til hins betra fylgja hverri nýrri bílakynslóð. Endurbætur á Megane geta komið til með að ráða miklu um undirtektir við þennan annars vinsæla fjölskyldubíl, sem selst hefur í 1,5 milljónum eintaka frá því núverandi módel kom á götuna árið 2008.

Útlit Megane mun draga dám af hinum nýja fjölnotabíl Renault Espace og af Talisman, sem leysir Renault Laguna af hólmi á næsta ári. Þetta þykir koma meðal annars fram á njósnamyndum sem af bílnum hafa birst í frönskum fjölmiðlum.

Bíllinn verður seldur bæði fimm dyra og sem langbakur en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þrennra dyra útgáfa haldi velli. Það ætti að koma í ljós á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi í september, en búist er við að Renault frumsýni nýja bílinn þar. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: