Ford GT þaninn á kappakstursbraut

Ford GT á ferð í Sebring-brautinni.
Ford GT á ferð í Sebring-brautinni.

Frumsmíði nýja sportbílsins Ford GT hefur verið tekin til kostanna á kappakstursbraut að undanförnu til að gera allt klárt fyrir kynningu hans.

Þannig hefur sést til bílsins í Sebring kappakstursbrautinni skammt frá samnefndri borg á Flórída, svo sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.

Óhætt er að segja að þessi nýi kappakstursbíll Ford sendi frá sér kröftug vélarhljóð. Hann er byggður á Ford GT sem gerður er fyrir akstur á venjulegum götum. Munurinn á bílunum verður fyrst og fremst áberandi í útliti þeirra vegna straumlínulaga yfirbyggingar keppnisbílsins og vindskeiða og stórra vængja.

Frumraun bílsins í keppni verður í sólarhringskappakstrinum í Daytona í janúar nk. Í aflrásinni verður sérlega hönnuð 3,5 lítra V6-EcoBoost vél með tvöfaldri forþjöppu. Í götubílnum leynast rúm 600 hestöfl svo ætlað er að vélin í keppnisbílnum verði öflugri.

mbl.is