Frúin fékk fínan bíl

Benjamin og Christine Sloss svipta Ferrari FXX K bílinn hulum.
Benjamin og Christine Sloss svipta Ferrari FXX K bílinn hulum.

Það er ekki á hverjum degi sem menn fá Ferrari sportbíl í afmælisgjöf, og ekki amaleg gjöf það.

Christine nokkur Sloss, eiginkona Googlestjórans Benjamin Sloss, fékk á dögunum Ferrari FXX í afmælisgjöf. Eiginmaðurinn sýndi henni þennan rausnarskap  en aldur konunnar fylgir ekki fréttum, enda aukaatriði.

Sjálfur hefur Benjamin Sloss mikla ástríðu fyrir öflugum og fágætum bílum og hefur byggt upp gott safn slíkra. Í því eru meðal annars Ferrari LaFerrari, Ferrari 458 Speciale, McLaren P1, McLaren 12C Spider, Ford Raptor svo eitthvað sé nefnt.

Í bílskúr þann bætist nú gulur Ferrari FXX K sem frú Christine fær að geyma þar. Bíll þessi er sérlega gerður til aksturs á kappakstursbrautum en ekki  í almennri umferð. Smíði á þessu módeli Ferrarifjölskyldunnar hófst fyrr í ár, en hann er byggður á götubílnum LaFerrari.

Googlestjórafrúin tók við gjöfinni í stöðum Ferrari í Maranello á Ítalíu og fékk svo sýnikennslu í meðferð hans í Fiorano-brautinni, annarri einkabraut Ferrari.

Tómaþyngd FXX K er 1.255 kíkló og búinn 6,3 lítra 860 hestafla V12-vél sem fær stuðning af 190 hestafla rafmótor. Með öðrum orðum er bíllinn með 1.050 hestöfl sem er 100 hestum meira en LaFerrari getur.


 

Ekki slorleg afmælisgjöf, Christine Sloss í Ferrari FXX K bílnum.
Ekki slorleg afmælisgjöf, Christine Sloss í Ferrari FXX K bílnum.
Öflugir bílar eru ástríða Benjamin Sloss Googlestjóra og ætli frú …
Öflugir bílar eru ástríða Benjamin Sloss Googlestjóra og ætli frú Christine fái ekki delluna líka með þessari afmælisgjöf.
Eftir að hafa tekið við gjöfinni, einu stykki Ferrari FXX-K, …
Eftir að hafa tekið við gjöfinni, einu stykki Ferrari FXX-K, fékk Christine Sloss sýnikennslu í meðferð fáksins hjá reynsluökumanni Ferrari í Maranello.
Eftir að hafa tekið við gjöfinni, einu stykki Ferrari FXX-K, …
Eftir að hafa tekið við gjöfinni, einu stykki Ferrari FXX-K, fékk Christine Sloss sýnikennslu í meðferð fáksins hjá reynsluökumanni Ferrari í Maranello.
mbl.is