Honda heldur hönnunarsamkeppni innanhúss: Kappakstursbíll með mótorhjólamótor

Þessi litli en snaggaralegi kappakstursbíll er með V4-vélina úr RC213 …
Þessi litli en snaggaralegi kappakstursbíll er með V4-vélina úr RC213 VS-keppnishjólinu úr MotoGP-kappakstrinum.

Honda hefur sent frá sér myndir af nýjum kappakstursbíl sem knúinn er af sömu vél og Honda notar í MotoGP-mótorhjólakappakstrinum.

Verkefnið er útkoma innanhússsamkeppni hjá 80 hönnuðum Honda en upphaflega hugmyndin kom frá deildinni í Asaka í Japan, þótt vélin hafi verið útfærð af deildinni í Wako. Bíllinn er kallaður Project 2&4 og er eins sætis, en vélin er tjúnuð við 215 hestöfl við 13.000 snúninga en þyngd bílsins er aðeins 405 kíló svo að þetta hlýtur að vera spennandi akstursbíll. Vélinnni var snúið 90 gráður og höfð langsum og í stað hefðbundins mótorhjólakassa er komin sex þrepa sjálfskipting með tveimur kúplingum og læsanlegu mismunadrifi. Gert er ráð fyrir möguleika á farþegasæti en engin veltigrind virðist vera á bílnum svo ekki er talið líklegt að þessi keppnisbíll fari í einhvers konar framleiðslu, allavega í bili.

njall@mbl.is

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: