Þróa sveigjanlegra álblendi fyrir bíla

Nýjasti pallbíllinn Ford F-150 er búinn til að verulegu leyti …
Nýjasti pallbíllinn Ford F-150 er búinn til að verulegu leyti úr áli frá Alcoa.

Ford Motor Company og Alcoa Inc. eiga nú í samstarfi um þróun næstu kynslóðar álplata fyrir bílaðiðnaðinn sem verður hægt að móta til enn margvíslegri notkunar en nú þekkist.

Þróunarvinnan fer fram hjá dótturfyrirtækinu Alcoa Micromill sem ræður yfir fjölbreyttum lausnum sem nýtast bílgreininni og munu m.a. líta dagsins ljós í næstu kynslóð Ford F-150 2016. F-150 bíllinn verður jafnframt fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn á heimsvísu sem verður búinn tæknilausnum Micromill.

Tæknilausnir Alcoa Micromill voru kynntar í desember 2014 en verksmiðjan framleiðir nú þegar álblendi sem er 40% sveigjanlegra og 30% sterkara en hefðbundnir málmar sem algengastir eru í notkun í bílaiðnaðinum. Það uppfyllir jafnframt stífar kröfur um yfirborðsgæði sem nauðsynleg eru í bæði umbúða- og bílaiðnaði.

Þá er einnig tvöfalt auðveldara að forma til einstaka hluti úr álinu frá Alcoa Micromill og afurðirnar eru 30% léttari en úr sérstyrktu stáli. Hefðbundinn framleiðslutími frá bræddu málmblendi til mótunar á plöturúllur er um 20 dagar. Samsvarandi framleiðslutímu hjá Micromill er aðeins um 20 mínútur.

Nýjasti pallbíllinn Ford F-150 er búinn til að verulegu leyti úr áli frá Alcoa og er reynslan afar góð. Meðal annars þolir pallurinn mun meira hnjask en eldri gerð sem var úr stáli, bíllinn hefur meiri dráttargetu en fyrirrennarinn, er viðbragðsfljótari og hefur styttri hemlunarvegalengd en eldri bíllinn. Síðast en ekki síst er hann talsvert eyðslugrennri.

Þróunarvinnan fer fram hjá dótturfyrirtækinu Alcoa Micromill.
Þróunarvinnan fer fram hjá dótturfyrirtækinu Alcoa Micromill.
mbl.is