Kátt á hjalla í Brimborg

Volvo XC90 hefur hlotið afar góða dóma.
Volvo XC90 hefur hlotið afar góða dóma.

Hjá bílaumboðinu Brimborg eru starfsmenn kampakátir í framhaldiu af vali Bandalags íslenskra bílablaðamanna á Bíl ársins 2016. Féllu sex verðlaun í skaut Brimborgar, fjögur gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

„Aldrei fyrr hefur eitt bílaumboð hampað jafn mörgum verðlaunum sama árið,“ segir í tilkynningu frá Brimborg. 

Volvo XC90 var valinn bíll ársins en þar er um að ræða stórglæsilegan 7 manna lúxusjeppa með öllu því besta frá Volvo. Það tók Volvo fjögur ár að þróa bílinn og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu. Volvo XC90 hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki jeppa. Yfir 100 nýir Volvo XC90 bílar hafa verið pantaðir, en eintakið kostar á annan tug milljóna. 

Aðrir bílar frá Brimborghlutu einnig verðlaun. Mazda CX-3 var í fyrsta sæti í flokki jepplinga.  Hinn umtalaði Citroën C4 Cactus lenti einnig í fyrsta sæti í sínum flokki. Mazda2 hlaut þar að auki silfurverðlaun í flokki minni bíla og Ford Mondeo bronsverðlaun í flokki stærri fólksbíla.

mbl.is