Honda-vetnisbíll á markað í Evrópu 2016

Takahiro Hachigo forstjóri Honda kynnir vetnisbílinn Clarity á bílasýningunni í …
Takahiro Hachigo forstjóri Honda kynnir vetnisbílinn Clarity á bílasýningunni í Tókýó. mbl.is/afp

Vetnisknúnir bílar virðast ætla að eiga nýja endurkomu á bílamarkaðinn ef marka má þá athygli sem þeir vöktu á nýafstaðinni bílasýningu í Tokyo.

Meðal framleiðenda sem sýndu tilraunabíla með vetnismótor voru Lexus og Mercedes-Benz en Honda skaut þeim þó ref fyrir rass með því að frumsýna bílinn Clarity Fuel Cell sem fer á markað í Japan strax á næsta ári og gæti verið kominn á markað í Evrópu fyrir lok næsta árs. Það sem aðgreinir hann frá öðrum vetnisbílum eins og Toyota Mirai og Hyundai ix35 Fuel Cell er sú staðreynd að hann er fyrsti bíllinn þar sem búið er að koma fyrir efnarafalinum, mótornum, vetnistankinum og rafhlöðunni þar sem vélin og gírkassinn eru venjulega í bílum. Með því að minnka það pláss sem þessir hlutir taka venjulega hefur Honda náð að búa til bíl sem tekur fimm fullorðna án vandræða, en vetnishlutirnir taka ekki meira pláss en V6-vél myndi gera. Vetnið er geymt í háþrýstitanki og á að duga bílnum fyrir meira en 700 km akstur, en hægt er að fylla tankinn á innan við þremur mínútum. Mótorinn er 174 hestöfl og án gírkassa en hægt verður að velja um tvær akstursstillingar, Normal og Sport. Vandamálið sem áður við vetnisbíla er þörfin á stöðvum sem geta fyllt vetni á bílana, en Honda er að vinna að þróun á vetnisstöðvum sem eru knúnar sólarorku og verður sú fyrsta bráðlega opnuð í Swindon í Bretlandi þar sem Honda er með bílaverksmiðju sína. njall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: