200 rafbílar fyrir gesti COP21

Renault-Nissan samsteypan leggur loftslagsráðstefnunni til 200 mengunarfría rafbíla af gerðunum …
Renault-Nissan samsteypan leggur loftslagsráðstefnunni til 200 mengunarfría rafbíla af gerðunum Renault ZOE (fjær) og Nissan LEAF.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður sett í París í byrjun næstu viku en til að aka gestum til og frá ráðstefnuhúsinu hafa bílsmiðirnir Nissan og Renault lagt henni til 200 rafbíla.

Til þess að tryggja að gestir komist vandræðalaust á milli staða mun Parísarborg setja upp 90 nýjar hraðhleðslustöðvar við götur borgarinnar.  

Giskað er á í ljósi reynslunnar að ráðstefnugestir muni ferðast rúmlega 400.000 kílómetra akandi meðan ráðstefnan fer fram, en hún stendur yfir í hálfan mánuð. Fundargestir verða rúmlega 20.000 frá 195 löndum.

Nýju hleðslustaurarnir 90 verða bæði hefðbundnir og hraðhleðslustaurar en þeir fyrrnefndu fylla tóman rafgeymi að 80% hleðslu á hálftíma - og hinir hraðar.

Nú þegar er að finna um 10.000 hleðslustaura fyrir rafbíla í Frakklandi, þar af 4.000 í París einni og sér. Að ráðstefnunni lokinni verða 14 hraðhleðslustaurarnir áfram starfandi til almennrar notkunar. Tveir þeirra verða á Charles de Gaulle flugvellinum, tveir meðfram hringveginum um París og einn á Orly-flugvelli.

mbl.is