Daytona N.A.R.T. dettur á uppboð

Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, …
Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, hvað þá með kappaksturssögu, en mikil lifandis ósköp sem þeir eru flottir.

Það er stundum haft á orði að ástæða þess hve margir glæsilegir bílar komust í almenna framleiðslu á 6. og 7. áratugnum sé sú að í þá daga drógu bílar sem framleiddir voru fyrir almenning mjög ríkulega dám af keppnisbílum viðkomandi fyrirtækis.

Árangur kappakstursbílanna á keppnisbrautinni gat þá eins ráðið úrslitum um hvort framleiðslubíllinn seldist að ráði. Viðkvæðið var „win on Sunday, sell on Monday.“

Víkur hér sögunni til ársins 1958. Luigi nokkur Chinetti stofnaði þá keppnisliðið North American Racing Team eða N.A.R.T og hlutverk þess var öðru fremur að vera söluaukandi fyrir framleiðsludeild fyrirtækisins, með því að vera sigursælt í þolakstri. Einn eftirminnilegasti bíllinn sem varð til upp úr þessu samstarfi er Ferrari 365 GTB/4 N.A.R.T Competizione árgerð 1969, smíðaður upp úr hinum goðsagnakennda GTB/4 Daytona. Fyrir bílanörda sem ekki vita aura sinna tal er rétt að sperra augu og eyru seinna í vikunni þegar þetta guðdómlega eintak fer á uppboð þar í borg. Þegar eftirspurn eftir gömlum eintökum af Daytona almennt er höfð í huga, og eins að þetta eintak skilaði sér í 5. sæti í 24 tíma kappakstrinum Í Le Mans árið 1971, þarf kannski ekki að koma á óvart að búist er við að gripurinn fari á um 5 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir litlar 665 milljónir íslenskra króna, ef einhver er í alvöru hugleiðingum.

jonagnar@mbl.is

Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, …
Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, hvað þá með kappaksturssögu, en mikil lifandis ósköp sem þeir eru flottir.
Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, …
Það er ekki á allra færi að safna gömlum Ferrari-bílum, hvað þá með kappaksturssögu, en mikil lifandis ósköp sem þeir eru flottir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: