Volvo XC90 jeppi ársins hjá Motor Trend

Volvo XC90.
Volvo XC90.

Bandaríska bílaritið Motor Trend hefur valið Volvo XC90 jeppa ársins 2016, en þetta er í annað sinn sem bíllinn fær þessi virtu verðlaun.

Volvo XC90 er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna býður upp á miklu minni eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Eyðsla Drive-E D5 dísilvélarinnar í blönduðum akstri er aðeins 5,8 lítrar á hundraðið og CO2 losun 152 g/km.

<span><span>„Nýr Volvo XC90 setur ný viðmið varðandi öryggi bíla því hann býr yfir fullkomnasta öryggisstaðalbúnaði sem er fáanlegur á bílamarkaðnum í dag. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt,“ segir í tilkynningu frá Brimborg um verðlaunin.</span></span> <span><span> </span></span>
mbl.is