Sportleg útgáfa af Volvo XC90 frumsýnd

Volvo XC90 í R-Design.
Volvo XC90 í R-Design.

Brimborg frumsýnir nýja og sportlega útgáfu af Volvo XC90, svonefndur R-Design,  á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Volvo XC90 hefur fengið góðar móttökur um heim allan, en honum var ætlað að marka nýtt upphaf fyrir Volvo og segja má að það hafi tekist.

Hægt er að fá allar gerðir XC90 í R-Design útfærslu en að sjá er yfirbrag'hennar öllu sportlegra en á staðalbílnum, sem er þó einkar fríður sýnum. Framstuðarar eru nýir og vindskeiðar og aðrir loftstraumsfletir eru fleiri, stærri og síðari. Þokuljósin hafa verið endurhönnuð og svart málmnet er á framgrillinu í stað krómborða.

Innfelldir púststútarnir eru tvöfaldir og á bílnum eru innfelldir álklæddir þakbogar. Bíllinn kemur á 20 tommu  R-Design álfelgum og er búinn fimm valmöguleikum fyrir vél og gírkassa (Comfort, Eco, Dynamic, Off-road eða Individual). Veghæð XC90 er 23,7 cm undir lægsta punkt.

„Mikið er um lúxus í innra rými bílsins. Má þar nefna sérstök R-Design sportsæti og stýri, 12,3” TFT mælaborð, Metal Mesh klæðningu í mælaborði, High Level LED lýsingu, upplýsta sílsalista, rafdrifin framsæti og svartan topp í innréttingu,“ segir í tilkynningu frá Brimborg um frumsýningu bílsins.

mbl.is