Konur falla oftar á bílprófi en karlar

Er annað kynið betra en hitt þegar akstur er annars …
Er annað kynið betra en hitt þegar akstur er annars vegar? Um það verður áfram deilt.

Er annað kynið betra en hitt þegar akstur er annars vegar? Um það hefur verið deilt áratugum saman og verður eflaust svo um alla ókomna framtíð – allavega þar til engir bílar verða til aðrir en sjálfeknir.

Í ljósi nýjustu tíðinda frá Bretlandi vaknar sú spurning hvort konur séu lakari bílstjórar en karlar. Ný opinber tölfræði leiðir nefnilega í ljós, að konur eru miklu gjarnari á það en karlar að falla á bílprófi.

Á fyrsta prófi falla 7% fleiri konur 17 ára en bilið eykst jafnt og þétt á þann veg að fimmtugar konur og eldri falla 50% oftar á bílprófi en karlar. Hjá tvítugum falla 15% fleiri konur en karlar, 25% hjá þrítugum og 41% hjá 35 ára.

Karlmenn heldur borubrattari

Af þessu munu karlar sennilega gorta – en tæpast af því sem nú segir; þeir keyra miklu oftar á en konur. Enda segja æðstu menn félags bifreiðaeigenda í Bretlandi (AA) að konur beri meiri virðingu en karlar fyrir öryggi á vegunum eftir að þær hafa náð prófi. Alls voru 113.066 karlar undir stýri í umferðarslysum í Bretlandi í fyrra og 69.245 konur.

Til viðbótar þessari tölfræði hefur könnun AA leitt í ljós, að konur eru fjórfalt líklegri en karlar að viðurkenna að maður þeirra sé betri ökumaður en þær sjálfar. Um 28% kvenna játuðu að maki þeirra væri færari undir stýri en aðeins 7% karlar voru sama sinnis.

Konurnar betri í bóklega hlutanum

En það þýðir ekki að sama hlutfall kvenna telji maka sinn öruggari í umferðinni, þvert á móti. Alls 37% kvennanna sögðu sig miklu varfærnari ökumenn og aðeins 13% nefndu þar lífsförunaut sinn. Aðeins 16% karla eru á því að maki þeirra sé betri undir stýri en þeir, ef marka má tölurnar. Upplýsingar frá bresku umferðarstofunni (DVSA) leiðir í ljós að konur standa sig betur á bóklegu bílprófi en karlar. Í landinu eru 1.395 prófdómarar, þar af 381 kona.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: