Panta 150.000 Saab-rafbíla

Fyrsti Saab 9-3 rafbíllinn rennur af færiböndunum í Trollhättan.
Fyrsti Saab 9-3 rafbíllinn rennur af færiböndunum í Trollhättan.

Bílsmiðurinn NEVS, móðurfélag Saab-verksmiðjanna sænsku, hefur fengið pöntun í smíði 150.000 rafbíla af gerðinni Saab 9-3.

Það er kínverska fyrirtækið Panda New Energy sem samið hefur við NEVS um smíðina miklu. Um er að ræða samning að verðmæti um 8,5 milljarða enskra sterlingspunda.

Saab hefur ekki átt sjö dagana sæla og eftir að kínverskir aðilar tóku það yfir hefur staðið á fjármögnun starfseminnar til að koma fjöldaframleiðslu að nýju í gang.

Með samningnum við Panda New Energy eru horfurnar í rekstrinum mun betri. Auk Saab 9-3 bílanna hefur fyrirtækið pantað 100.000 aðra rafbíla hjá NEVS en þeir og fyrrnefndir 150.000 bílar eiga koma til afhendingar á næstu fimm árum, fyrir árslok 2020.

Panda New Energy er nýtt fyrirtæki er leigir út rafbíla í samstarfi við félög bílstjóra. Tilgangurinn er að bjóða upp á mengunarfríar samgöngur um gjörvalla Kína, en gríðarlegur markaður er talin fyrir hendi þar í landi vegna gríðarlegrar loftmengunar.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: