Ford hellir sér í rafbílasmíði

Ford er að setja feikna kraft í þróun og smíði …
Ford er að setja feikna kraft í þróun og smíði rafbíla.

Ford hefur ákveðið að fjárfesta sem svarar 600 milljörðum íslenskra króna í rafbílasmíði á komandi fimm árum.

Setur Ford þar með feikna kraft í þennan þátt starfsemi sinnar en á tímabilinu ætlar bandaríski bílrisinn að þrefalda fjölda raf- og tvinnbílamódela sinna.

Þetta ákveður Ford á sama tíma og sala á bílum knúnum jarðefnaeldsneyti hefur aldrei verið kröftugri á heimamarkaði fyriritækisins, í Bandaríkjunum. Hefur hríðlækkandi olíuverð lokkað neytendur aftur yfir á stóra jeppa og pallbíla, miðað við það sem verið hefur nokkur undanfarin ár.
 
Takmark Ford er að bjóða árið 2020 upp á 19 módel af raf- og tvinnbílum í stað sex í dag. Tæplega helmingur fjárins verður brúkaður til að þróa rafgeymatækni.

mbl.is