Ímynd Opel vex hraðast

Opel Astra er í tísku.
Opel Astra er í tísku.

Undanfarin misseri hefur mikil vinna verið lögð í nýja staðfærslu Opel á markaðnum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

Nú er ljóst að Opel stendur uppi sem sigurvegari í ímyndarúttekt sem hið virta fagrit Auto Motor und Sport framkvæmdi á meðal lesenda sinna samhliða „Best Cars 2016“ valinu. 

Opel vex hraðast þegar litið er til einkunna sem gefnar eru af viðskiptavinum bílaframleiðenda. Áreiðanleiki var sá flokkur sem 53% Opel eigendur tengdu sterkt við bílinn og er það tíu prósenta hækkun frá síðasta ári. Þá hrósuðu 69 % Opel merkinu í flokknum „vel peninganna virði“.

Það vekur líka athygli að Opel eigendur voru ekki einir um að tjá ánægju sína með Opel merkið, því um 49% af öllum þátttakendum vildu meina að Opel væri „í tísku“ og mátu hann því betri en mörg virðuleg merki í þessu tilliti.

„Við erum mjög ánægð með einkunn þessara upplýstu lesenda. Það hvetur okkur til dáða og gefur fullvissu um að við erum á réttri braut bæði hvað varðar tækninýjungar og framboð á nýjum bílgerðum,“ segir Tina Müller stjórnarmaður hjá Opel.

Einsog fram hefur komið hlaut Opel tvenn „Best Cars 2016“ verðlaun. Hinn framúrstefnulegi Opel Adam varð hlutskarpastur í smábílaflokki með 26% allra atkvæða. Þá hlaut nýja IntelliLux LED matrix framljósakerfið frá Opel, alþjóðlegu „Paul Pietsch viðurkenninguna 2016“ fyrir framúrskarandi hátæknilausnir.

mbl.is