Mekka bílasafnara

Þeir voru óborganlega flottir og glæsilegir forngripirnir sem sýndir voru og boðnir til kaups á hinni árlegu fornbílasýningu og -uppboði sem lauk í París í gær.

Sýningin var haldin í Grand Palais höllinni sem er viðeigandi vettvangur fyrir kostagripina sem þangað var stefnt í ár.

Dýrasti bíllinn sem seldur var þar var af gerðinni 335 Sport Scaglietti en hann var sleginn á ígildi um 4,5 milljarða króna. Aðeins fjögur eintök 335 Sport Scaglietti voru smíðuð á sínum tíma. Hinum nýja eiganda bílsins er aðeins lýst sem „alþjóðlegum kaupanda“.

Til hinnar árlegu fornbílasýningar og uppboðs í París, „Retromobile festival“, mæta helstu bílasafnarar heims eða fulltrúar þeirra; ýmist til að selja eða afla nýrra góðgripa í safn sitt.

Nánar má fræðast um sýningu þessa og uppboð hér, en sjón er annars sögu ríkari.

mbl.is