Ford boðar fjóra nýja jeppa

Gestir á bílasýningunni í Detroit um miðjan janúar máta sig …
Gestir á bílasýningunni í Detroit um miðjan janúar máta sig við Ford Trax bílinn. mbl.is/afp

Jeppasala hefur aukist stórum í Bandaríkjunum síðustu misseri vegna stækkandi barnafjölskyldna og bensínverðslækkunar.

Vegna þessa hafa bílsmiðir verið að leggja aukna áherslu á framleiðslu stærri bíla, svo sem jeppa.

Í tilefni bílasýningarinnar í Chicago sem hófst í dag og stendur til 21. febrúar hefur Ford skýrt frá nýjustu áformum sínum.

Kjarninn í því var að fram til ársins 2020 munu fjórir nýir jeppar sjá dagsins ljós frá þessum bandaríska bílrisa, meðal annars í bílaflokki sem fyrirtækið hefur ekki átt fulltrúa í undanfarið.

Nánar var ekki skýrt frá áformum þessum og verða bílunnendur því að bíða betri tíma eftir þeim.

Táknmerki Ford trónir hátt á bílasýningu.
Táknmerki Ford trónir hátt á bílasýningu. mbl.is/afp
mbl.is