Bílabann á Ódáinsvöllum

Bílalaus dagur á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Bílalaus dagur á Champs-Elysees breiðgötunni í París.

Einhver frægasta breiðgata heims, Champs-Elysees í París, öðru nafni Ódáinsvellir, verður lokuð fyrir umferð annarra farartækja en reiðhjóla í sumar.

Reyndar verður bílbann í götunni ekki upp á hvern einasta dag, heldur fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Fyrsti banndagurinn verður sunnudaginn 8. maí næstkomandi, að þvíæ er borgarstjórinn, Anne Hidalgo, hefur tilkynnt á fésbókarsíðu sinni.

Umferð er nú þegar takmörkuð á 13 götum Parísar vegna tilrauna til að draga úr loftmengun. Níu aðrar götur bætast senn þar við, að sögn Hidalgo. Þar fyrir utan verður svo fylgst náið með loftgæðum í frönsku höfuðborginni og gripið til lokana á umferð ef þurfa þykir.

Meðfylgjandi myndir frá bílalausum degi á Champs-Elysees í fyrrahaust gætu verið lýsandi fyrir það sem koma skal. Eru þær fengnar að láni á twittersíðu Hidalgo borgarstjóra.

Bílalaus dagur á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Bílalaus dagur á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Hjólreiðamenn streyma upp til Champs-Elysees breiðgötunnar á bílalausum degi í …
Hjólreiðamenn streyma upp til Champs-Elysees breiðgötunnar á bílalausum degi í París.
Reiðhjólin tóku við á bílalausum degi á Champs-Elysees breiðgötunni í …
Reiðhjólin tóku við á bílalausum degi á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Kátar reiðhjóladömur á bílalausum degi á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Kátar reiðhjóladömur á bílalausum degi á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Annars konar farartæki á bílalausúm degi á Champs-Elysees breiðgötunni í …
Annars konar farartæki á bílalausúm degi á Champs-Elysees breiðgötunni í París.
Parísarbúar og gestir þeirra njóta bílalauss dags á Champs-Elysees breiðgötunni.
Parísarbúar og gestir þeirra njóta bílalauss dags á Champs-Elysees breiðgötunni.
Anne Hidalgo borgarstjóri, með hvítan hjálm, tekur þátt í gleðinni …
Anne Hidalgo borgarstjóri, með hvítan hjálm, tekur þátt í gleðinni á bílalausum degi í París.
mbl.is