Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Volvo atvinnutækja

Egill Jóhannsson tekur fyrstu skóflustunguna.
Egill Jóhannsson tekur fyrstu skóflustunguna.

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar tók á dögunum fyrstu skóflustunguna fyrir nýja verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, að Hádegismóum 7.

Þar verður til húsa sala og þjónusta fyrir Volvo vörubíla, vinnuvélar, rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks vörubíla.

Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo aðgengi er sérlega gott fyrir stærri tæki.Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard teiknistofa sér um hönnun byggingarinnar, VSB verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og rafkerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóðarhönnun og KÞ ráðgjöf er umsjónarmaður verkkaupa.

mbl.is