400 manns hafa sótt „holuappið“

Holur í malbikið eru til mikils ama.
Holur í malbikið eru til mikils ama. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 400 manns hafa náð í appið eða smáforritið „Hola“ sem er hannað fyrir Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) í þeim tilgangi að safna saman ljósmyndum af holum sem myndast hafa í götum og vegum landsins.

Appið hefur nú verið virkt í tvær vikur. „Sömu helgi og appið fór í loftið sóttu það sér nokkrir tugir, en myndir af holunum komu aðeins seinna en við áætluðum og við stílum á að hafa þetta enn formfastara næsta vetur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Um 30 myndir af holum hafa borist.

Í appinu er hægt að mynda holur og senda ásamt nákvæmri staðsetningu til FÍB sem kemur upplýsingunum á framfæri við veghaldara, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: