Konur sólgnari í rafbíla en karlar

Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evr- ópu það …
Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evr- ópu það sem af er ári en í Noregi er hann bara í fimmta sæti, á eftir VW e-Golf, Nissan Leaf, BMW i3 og Tesla Model S.

Áfram heldur rafbílasala að slá öll met í Noregi, engin þjóð kaupir eins mikið af rafbílum og Norðmenn, í hlutfalli við íbúafjölda. Rafbílar höfða hins vegar misjafnlega til kynjanna.

Ný og víðtæk könnun, sem greiningafyrirtækið InFact gerði fyrir raforkudreifingarfyrirtækið Fjordkraft, leiðir í ljós að hlutfallslega fleiri konur en karla langar í nýjan rafbíl. Einnig kemur fram að konur eru jákvæðari gagnvart rafbílum en karlar.

Þegar á heildina er litið virðast rafbílar höfða nokkuð sterkt til Norðmanna. Meðan 43% sögðu rafbílakaup af sinni hálfu tiltölulega líkleg, sögðu 14% þau afar líkleg. Öndverðrar skoðunar voru hins vegar 37% og skoðast jákvæðir því 63%.

Sömuleiðis kom í ljós að konur eru jákvæðastar fyrir því að brúka rafbíl til daglegra nota. Sögðust 63% þeirra myndu gera það en hjá körlum var hlutfallið 50%.

Hlutdeild raf- og tvinnbíla í Evrópu er enn sem komið er aðeins rétt rúmlega eitt prósent af heildinni. Í Noregi var skerfur þeirra margfalt meiri, eða 22% í fyrra, 2015. Og það sem af er ári þykir ljóst að rafbílarnir eru á frekari uppleið.

Til þessa hefur rafgolf VW selst mest frá síðustu áramótum í Noregi. Nissan Leaf er enn sem komið er algengasti rafbíllinn þar í landi og er í öðru sæti það sem af er ári. Í þriðja sæti er BMW i3. Í fjórða sæti er svo Tesla Model S og í því fimmta Renault ZOE, sem aftur á móti er söluhæsti rafbíllinn í Evrópu allri.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: