38% aukning frá í fyrra

mbl.is/Styrmir Kári

Sala á nýjum fólksbílum fyrri helmingi ársins var 38% meiri en á sama tímabili í fyrra, 2015, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu (BGS).

Alls voru nýskráðir 12.125 bílar frá áramótum til júníloka en á sama tímabili í fyrra voru þeir 8.784. Aukningin er 3.341 bíll eða 38%.

Alls voru nýskráðir 2.855 nýir fólksbílar í nýliðnum júní samanborið við 2.576 bíla í júní í fyrra, en það er 10,8% aukning.

Bílaleigur hafa keypt nánast helming nýju bílanna í ár enda hefur mikil aukning ferðamanna kallað á aukna þjónustu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Að sögn BGS skila þeir sér svo út á almennan markað eftir um það bil 15 mánuði.

mbl.is