Driftar út úr púnteringu á 320 km/klst

Erik Jones bjargaði sér snilldarlega frá því að skella á …
Erik Jones bjargaði sér snilldarlega frá því að skella á veggnum.

Akstursfærni kappakstursmannsins Erik Jones kom sér vel er dekk sprakk undir bíl hans í vinsælasta kappakstri Bandaríkjanna, NASCAR.

Jones var á 320 km/klst ferð í hallandi beygju í hinni frægu braut Indianapolis Motor Speedway er vindur fór úr hægra afturdekki. Undir nær öllum kringumstæðum hefði það átt að enda með árekstri á öryggisvegg eða veltu á brautinni.

En af stakri snilld hafði Jones stjórn á bílnum alla leið meðan hann missti ferðina og gata numið staðar.

Er dekkið sprakk leitaði bíllinn til hliðar í átt að brautarveggnum, en af einskærri ró stýrði Jones bílnum til hliðarskriðs og kom þannig í veg fyrir skell á veggnum.  Steig hann meðal annars hressilega á bensíngjöfina sem kann að hljóma mótsagnakennt. Svo er ekki því hefði hann stigið á bremsufetilinn hefðu hjólin læst og bíllinn snarsnúist og farið á vegginn. Rauk mjög úr dekkjunum sem gripu brautina rétt nógu mikið til að illa færi. Árangurinn var glæsilegt skrið gegnum háhraða beygjuna.

mbl.is