Audi stefnir með vetnisbíl til Le Mans

Kappakstursbíll sem Audi tefldi fram í Le Mans í ár, …
Kappakstursbíll sem Audi tefldi fram í Le Mans í ár, svonefndur Audi R18.

Þýski bílsmiðurinn Audi áformar að mæta til leiks í sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi með vetnisknúna bíla. Var hann fyrstur til að mæta með tvinnbíla til keppni þar.

Ekki er útlit fyrir að þetta eigi sér stað í mjög fyrirsjáanlegri framtíð, heldur þegar vetnisbílar verða raunverulegri og fýsilegri kostur en núverandi drifrásartækni vetnisbíla býður upp á.

Yfirmaður tækniþróunarmála hjá Audi, Stefan Knirch, hefur staðfest, að vetnisknúinn keppnisbíll í Le Mans sé möguleiki í framtíðinni. Myndi hann væntanlega etja kappi við m.a. bíla frá BMW en bæði fyrirtækin vinna að því að verða í fararbroddi véltækni fyrir vetnisbíla.
    
„Áður en við sýnum getu okkar í þessum efnum verðum við að vera sannfærðir um að tæknin eigi sér framtíð í fólksbílum. Við höfum ekki áhuga á að sýna hluti sem teldust ekki raunhæfir til framleiðslu. Sem stendur búum við óvissu í þeim efnum,“ sagði Knirch.
 
Audi er í fararbroddi í þróun aflrásartækni fyrir vetnisbíla innan Volkswagen-samsteypunnar. Hefur fyrirtækið unnið linnulaust að henni allar götur frá árinu 2003 er það smíðaði frumgerð hins vetnisknúna Audi A2. Á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum fyrr í ár sýndi Audi vetnisknúinn hugmyndajeppa, Audi H-tron Quattro.

mbl.is