Brimborg frumsýnir úrvalið frá Peugeot

Brimborg mun sinna verkstæðisþjónustu fyrir alla Peugeot bíla.
Brimborg mun sinna verkstæðisþjónustu fyrir alla Peugeot bíla. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bílaumboðið Brimborg hefur tekið við umboðinu hér á landi fyrir frönsku bílana frá Peugeot. Í því tilefni efndi Brimborg til Peugeot-bílasýningar um nýliðna helgi.

Í tilkynningu vegna sýningarinnar kemur fram að Brimborg hafi náð að lækka varahlutaverð með hagstæðum innkaupum beint frá framleiðanda. Brimborg bjóði enn fremur upp á verkstæðisþjónustu og ábyrgðarviðgerðir fyrir alla Peugeot-bíla, hvort sem þeir eru fluttir inn af Brimborg eða öðrum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum lögðu margir leið sína í umboðið til að virða Peugeot fyrir sér í nýju umhverfi. Að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra nýrra bíla hjá Brimborg, fer salan á Peugeot vel af stað og hefur hann miklar væntingar til merkisins á næstu mánuðum og misserum.

jonagnar@mbl.is

Vantar ekki gott skott fyrir hundinn eða íþróttadótið?
Vantar ekki gott skott fyrir hundinn eða íþróttadótið? mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Stílhreint og notalegt innanrýmið er ekki amalegt.
Stílhreint og notalegt innanrýmið er ekki amalegt. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Frakkarnir kunna að gera skemmtilega smábíla, eins og Peugeot 208.
Frakkarnir kunna að gera skemmtilega smábíla, eins og Peugeot 208. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Peugeot 307 SW skutbíllinn hefur almennt hitt í mark hjá …
Peugeot 307 SW skutbíllinn hefur almennt hitt í mark hjá bílablaðamönnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Brimborg frumsýndi úrval sitt frá Peugeot.
Brimborg frumsýndi úrval sitt frá Peugeot. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Peugeot hefur fengið nýtt heimili á Íslandi, hjá Brimborg.
Peugeot hefur fengið nýtt heimili á Íslandi, hjá Brimborg. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Ljóns-merkið á sér sögu sem nær allt aftur til 1847.
Ljóns-merkið á sér sögu sem nær allt aftur til 1847. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: