Mögnuð upplifun á Porsche Roadshow

Ökumenn höfðu djásn frá Porsche til afnota.
Ökumenn höfðu djásn frá Porsche til afnota.

Bílabúð Benna stóð fyrir skemmtilegri uppákomu á nýrri kappakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni, nú á dögunum; Porsche Roadshow 2016.

Fyrirtækið flutti sérstaklega til landsins nokkrar magnaðar útfærslur af Porsche af þessu tilefni; Porsche 991 C4 S, Boxster GTS, Cayenne GTS, Cayenne Turbo S og Macan GTS.

Íslenskum ökumönnum gafst svo tækifæri til að aka þessum ofurbílum við kjöraðstæður á sérhannaðri brautinni og takast á við hinar ýmsu þrautir undir leiðsögn kennara frá Porsche.

Að sögn Thomasar Más Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, var fullbókað alla dagana og ríkti mikil ánægja meðal þátttakenda. „Okkur finnst frábært að geta gefið fólki tækifæri til að upplifa þessa ofurbíla frá Porsche við bestu skilyrði, það er ekkert sem toppar það,“ segir Thomas.

Ökumenn þáðu leiðbeiningar um möguleika bílanna frá Porsche.
Ökumenn þáðu leiðbeiningar um möguleika bílanna frá Porsche.
Það er ekki á hverjum degi sem menn setjast undir …
Það er ekki á hverjum degi sem menn setjast undir stýri Porsche.
Allir að verða klárir fyrir næstu aksturslotu.
Allir að verða klárir fyrir næstu aksturslotu.
Porsche af betri gerðinni á akstursdeginum í Kapelluhrauni.
Porsche af betri gerðinni á akstursdeginum í Kapelluhrauni.
mbl.is