Renault Clio fór ellefu veltur

Bíll Martino í fluginu hrollvekjandi.
Bíll Martino í fluginu hrollvekjandi.

Fernando Martino ók Renault Clio í TS 1800 Santafesino kappakstrinum í Argentínu er hann fór flugferð sem hann seint gleymir.

Í harðri og jafnri keppni nuddaðist bíll Martiono utan í annan í kappakstrnium, sem fram fór  í Autódromo Ciudad de Paraná brautinni.

Samstuðið var full hart því Clio-inn tókst á loft og fór samtals ellefu hrollvekjandi veltur uns hann féll til jarðar og staðnæmdist. Svo ótrúlega vildi til að Martino slapp nánast ómeiddur úr byltunni margföldu.

mbl.is