Mercedes kynnir rafbíl framtíðarinnar

Dieter Zetsche kynnir hinn nýja „Generation EQ“ frá Mercedes Benz …
Dieter Zetsche kynnir hinn nýja „Generation EQ“ frá Mercedes Benz í París. AFP

Forstjóri Mercedes Benz, Dieter Zetsche, hafði í nógu að snúast á bílasýningunni í París sem opnaði fyrir blaðamönnum í gær en verður opnuð almenningi frá og með morgundeginum.

Meðal bíla sem Mercedes frumsýnir í París er svonefndur „Generation EQ“ bíll. Er það rafbíll framtíðarinnar frá þýska bílsmiðnum, að sögn Zetsche. Um er að ræða sportlegan stóran jeppling sem knúinn er tvöfaldri rafvéladrifrás sem skilar alls 300 kílóvatta afli.   

Mercedes-Benz heldur því fram að EQ-bíllinn - sem enn er á hugmyndastiginu - muni daraga 500 kílómetra á fullri rafhleðslu.

Hönnunarhlutföll bílsins eru með þeim hætti að hægt á að vera að brúka þau í mörgum módelum er byggð verða upp af einingagrunni undirvagna þeirra. Þannig má bæði fá út jeppa, tveggja dyra bíl, blæjubíl eða hvers konar bíl sem menn vilja.

Í bílnum í París blasir nýr rafeindavæddur stjórnklefi fyrir ökumanni. Allar aðgerðir og stýringar munu byggja á raddstýringum og snertiskjám sem leysa meðal annars hefðbundna rofa og takka af hólmi. Þungamiðja stjórnborðsins verður 24 tommu TFT háskerpuskjár þar sem birtast upplýsingar um gang bílsins, hraða og gögn frá leiðsögukerfi hans.

Á þessu stigi liggur ekkert fyrir um hvenær þessi rafbíll framtíðarinnar frá Mercedes-Benz kemur á götuna.

Mercedes-Benz frumsýnir „Generation EQ“ í París.
Mercedes-Benz frumsýnir „Generation EQ“ í París. AFP
Dieter Zetsche kynnir „Smart Electric drive“ línuna frá Mercedes Benz …
Dieter Zetsche kynnir „Smart Electric drive“ línuna frá Mercedes Benz í París. AFP
Blaðamenn veittu AMG GT Roadster frá Mercedes mikla athygli á …
Blaðamenn veittu AMG GT Roadster frá Mercedes mikla athygli á pressudögunum á bílasýningunni í París. AFP
Blaðamenn veittu AMG GT Roadster frá Mercedes mikla athygli á …
Blaðamenn veittu AMG GT Roadster frá Mercedes mikla athygli á pressudögunum á bílasýningunni í París. AFP
AMG GT Roadster frá Mercedes á bílasýningunni í París.
AMG GT Roadster frá Mercedes á bílasýningunni í París. AFP
AMG GT Roadster frá Mercedes á bílasýningunni í París.
AMG GT Roadster frá Mercedes á bílasýningunni í París. AFP
Dieter Zetsche kynnir hinn nýja „Generation EQ“ frá Mercedes Benz …
Dieter Zetsche kynnir hinn nýja „Generation EQ“ frá Mercedes Benz í París. AFP
Mercedesstjórinn Dieter Zetsche ávarpar fjölmiðlafólk á fyrri pressudegi bílasýningarinnar í …
Mercedesstjórinn Dieter Zetsche ávarpar fjölmiðlafólk á fyrri pressudegi bílasýningarinnar í París. AFP
mbl.is