Heklumódel áberandi í París

Mitshubishi eX hugmynda rafbíllinn er að finna í París.
Mitshubishi eX hugmynda rafbíllinn er að finna í París.

Á alþjóðlegu bílasýningunni sem hófst í París í gær ber mjög á bílamódelum sem Hekla hefur umboð fyrir. Má þar sérstaklega nefna Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen.

„Audi frumsýnir brakandi nýja kynslóð af Audi Q5 og að sjálfsögðu nýjustu viðbót Q-fjölskyldunnar, Audi Q2, sem beðið hefur verið með óþreyju. Að auki kynnir Audi nýjan og glæsilegan S5 Sportback til sögunnar ásamt Audi RS 3 sedan,“ segir í tilkynningu frá Heklu.

Hjá Skoda er Kodiaq jeppinn í aðalhlutverki en hann er fyrsti jeppinn frá Skoda í fullri stærð. Hann hefur hlotið lof fyrir tilfinningaþrungna hönnun, nýsköpun í tæknilausnum og stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Með tilkomu Kodiaq stígur Skoda sín fyrstu skref á ört vaxandi jeppamarkaði og mun Kodiaq leiða alþjóðlega jeppaherferð bílaframleiðandans.

Mitsubishi er leiðandi þegar kemur að vistvænum farkostum og teflir fram Ground Tourer PHEV hugmyndabílnum sem byggir á háþróuðu tengiltvinnkerfi frá Mitsubishi og rafmagnsbílnum Mitsubishi eX Concept.

Volkswagen er einnig á vistvænum nótum og heimsfrumsýnir nýja hugmyndabílinn I.D. Þar er um að ræða nýja kynslóð rafmagnsbíla frá Volkswagen með allt að 600 kílómetra drægi og gert er ráð fyrir því að hann komi á markað árið 2020.

Á sýningunni í París er allt það nýjasta og ferskasta í bílaheiminum til sýnis. Fyrstu tveir dagarnir eru helgaðir fjölmiðlum en á morgun, laugardag,  opnar sýningin fyrir almenningi og stendur yfir til 16. október.

Volkswagen I.D. er rafbíll framtíðarinnar og er stsefnt að því …
Volkswagen I.D. er rafbíll framtíðarinnar og er stsefnt að því að hann komi á götuna árið 2020.
Volkswagen I.D. hugmyndabíllinn er eitt aðalnúmerið á bás VW í …
Volkswagen I.D. hugmyndabíllinn er eitt aðalnúmerið á bás VW í París.
Tengiltvinnbíllinn Mitsubshi Ground Tourer.
Tengiltvinnbíllinn Mitsubshi Ground Tourer.
Skoda sýnir sinn fyrsta jeppa, Kodiaq, í París.
Skoda sýnir sinn fyrsta jeppa, Kodiaq, í París.
Audi RS3 kynntur til leiks í París.
Audi RS3 kynntur til leiks í París.
Audi S5 Sportback trónir á palli í París.
Audi S5 Sportback trónir á palli í París.
Audi Q2 hefur verið beðið með óþreyju. Hann er nýjasta …
Audi Q2 hefur verið beðið með óþreyju. Hann er nýjasta viðbótin við Audi-fjölskylduna.
Audi frumsýnir nýja kynslóð af Audi Q5 í París.
Audi frumsýnir nýja kynslóð af Audi Q5 í París.
mbl.is