Skotheldar hraðasjár geta birst að óvörum

Brynvörn hraðamyndavélarinnar er skotheld og sömuleiðis glerið fyrir framan linsur …
Brynvörn hraðamyndavélarinnar er skotheld og sömuleiðis glerið fyrir framan linsur og nema vélarinnar.

Ökumenn sem kvarta og kveina undan hraðamyndavélum meðfram vegunum þurfa finna nýjan óvin til að skeyta skapi sínu á.

Þýska fyrirtækið Vitronic hefur nefnilega framleitt nánast ósigranlegt og ótortímanlegt lögregluvélmenni. Er marghyrningslaga brynvörn þess aldeilis höggþolin og meir að segja skotheld. Líka glerið í rammanum framan við linsur myndavélarinnar. Minnir byggingarlagið jafnvel á torséðu orrustuþotuna F-117.

Sendir upplýsingar til yfirvalda

Á bak við brynvörnina er að finna hraðaskynjara og ratsjár sem lesið geta númeraplötur og myndað ökumenn sem undir stýri sitja. Sérstakir skynjarar geta síðan sent upplýsingar um brotlegan bíl til næstu yfirvalda og varað við skemmdarvörgum.

Hraðamyndavélin fyrirferðarmikla er með innbyggðum hjólum og dráttarbeisli. Má því breyta henni í dráttarvagn og því hægt að draga hana fyrirhafnarlítið milli staða sem lögreglan vill fylgjast með. Mun það taka einn mann innan við hálftíma að setja vélina upp eða taka hana niður til brottflutnings. Er hún sjálfbær í a.m.k. fimm daga og þarfnast ekki afskipta á meðan.

Franska ríkisstjórnin hefur pantað 250 eintök af þessari framúrstefnulegu hraðamyndavél.

agas@mbl.is

Það tekur einn mann innan við hálftíma að setja vélina …
Það tekur einn mann innan við hálftíma að setja vélina upp eða taka hana niður til brottflutnings.
Hraðaskynjarar og ratsjár lesa númeraplötur og geta myndað ökumenn sem …
Hraðaskynjarar og ratsjár lesa númeraplötur og geta myndað ökumenn sem undir stýri sitja.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina