Nýr Peugeot 2008 frumsýndur í Brimborg

Hinn nýi Peugeot 2008 verður frumsýndur á laugardaginn hjá Brimborg.
Hinn nýi Peugeot 2008 verður frumsýndur á laugardaginn hjá Brimborg.

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot 2008 næstkomandi laugardag, 22. október, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsal Peugeot að Bíldshöfða 8.

„Peugeot 2008 er draumabíll þeirra sem vilja glæsilegan og sportlegan bíl sem hentar fjölbreyttum aðstæðum. Útlínurnar eru mjúkar og ásýndin falleg,“ segir í tilkynningu frá Brimborg.

Peugeot 2008 er einnig praktískur, en farangursrýmið í honum er t.d. stærra en í  mörgum sambærilegum bílum. Veghæðin er mikil, eða 16,5 cm undir lægsta punkt. Innstigið er því mjög þægilegt og farþegar sitja hærra sem skilar betra útsýni. Hann er 5 dyra og fáanlegur beinskiptur eða sjálfskiptur með margverðlaunuðum Puretech vélum.

mbl.is