Opel hlýtur tvenn Autobest-verðlaun

Fulltrúi Opel (t.v.) tekur við viðurkenningu Opel Astra á Autobest …
Fulltrúi Opel (t.v.) tekur við viðurkenningu Opel Astra á Autobest hátíðinni.

Opel bílasmiðjurnar unnu til tveggja verðlauna á verðlaunahátíðinni Autobest 2016 sem haldin var fyrr á árinu í Mílanó á Ítalíu.

Dómnefndin, sem skipuð var bílablaðamönnum frá 31 ríki í Evrópu, útnefndi rafbílinn Opel Ampera til viðurkenningarinnar ECOBEST 2016. Ampera-e var frumsýndur á bílasýningunni í París nú á dögunum. Í umsögninni segir dómnefndin að með þessum nýja, byltingarkennda rafbíl, hafi Opel tekið forystuna í harðri samkeppni rafbíla, með því að kynna til sögunnar „framtíðarlausn, í framþróun rafbílavæðingar Evrópu“.

Í öðru lagi ákvað dómnefndin að verðlauna þann viðsnúning í rekstri sem átt hefur sér stað hjá Opel undir stjórn Dr. Karl-Thomas Neumann. Því var Opel sæmd viðurkenningunni COMPANYBEST 2016 á vreðlaunahátíðinni.

Á hátíðinni var Fiat Tipo útnefndur bestu bílkaupin í Evrópu í ár.  Hátíðin er ekki haldin alltaf á sama stað, var í Zagreb í fyrra, Varsjá 2014 og í Aþenu 2013.

mbl.is