Honda sem lætur hárin rísa

Frumgerð hins nýja Honda Civic Type R a Parísarsýningunni 29. …
Frumgerð hins nýja Honda Civic Type R a Parísarsýningunni 29. september sl. AFP

Ein af frumgerðunum sem hafa vakið hvað sterkustu og jákvæðustu viðbrögðin á Alþjóðlegu bílasýningunni í París er Honda Civic Type R, sem byggist í flestu á hinum nýja Civic Hatchback.

Ekki er ennþá vitað hvaða skrímsli hefur verið komið fyrir undir húddinu en ef yfirbyggingin felur í sér einhverja vísbendingu má bílaáhugafólk eiga von á góðu.

Svipmikil vindskeið, tvöfalt miðlægt pústkerfi og nettir koltrefjafletir hér og hvar sem gefa bílnum grjótharðan svip eru meðal þess sem helst hefur vakið umtal.

Ljóst er að Honda hefur hér tekist að væta munnvatnskirtlana svo um munar og ef að líkum lætur fæst meira af svo góðu á SEMA sýningunni í Las Vegas í nóvember, en þar verður bíllinn að fullu til sýnis.

jonagnar@mbl.is

Honda Civic Type R frumgerðin kynnt til leiks í París …
Honda Civic Type R frumgerðin kynnt til leiks í París 29. september sl. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina