Fimm þúsundasti bíllinn á leiðinni

BMW X1. Sala BMW-bíla hjá BL hefur aukist um 119% …
BMW X1. Sala BMW-bíla hjá BL hefur aukist um 119% á árinu.

Allt stefnir í að BL selji fimm þúsund bíla á árinu því við nýliðin mánaðarmót vantaði einungis níu nýskráningar upp á það. Tímamótaeintakið ætti því að renna úr húsi hjá BL núna í jólamánuðinum. 

Í nóvembermánuði var alls 241 bíll af merkjum sem BL hefur umboð fyrir nýskráður á innlenda bílamarkaðnum. Höfðu þá alls 4.991 bíll af merkjum BL fengið nýja númeraplötu á árinu. 

Sala á bíltegundum BL það sem af er ári er 55% meiri en á sama tímabili 2015 og hefur meirihluti þeirra farið til einstaklinga og fyrirtækja, án bílaleiga, eða 665 fleiri bílar. Alls voru 2.163 bílar af merkjum BL snýskráðir bílaleigunum fyrstu ellefu mánuði ársins.

Í upplýsingum frá BL kemur fram að markaðshlutdeild fyrirtækisins fyrstu ellefu mánuðina hafi numið 25,8 prósentum, þar af 22,5 prósentum í nýliðnum nóvember.

Sé litið til markaðarins án bílaleigubíla, var markaðshlutdeild BL á árinu 25,9% um síðustu mánaðamót, þar af 23% í nóvember. Renault og Nissan voru söluhæstu merki BL í nóvember, með annars vegar 73 bíla og hins vegar 68.

Hyundai er hins vegar söluhæsta merkið það sem af er ári með alls 1.349 bíla. Þar á eftir kemur Renault með 1.069 bíla og svo Nissan með 1.023. Ekkert merki frá BL hefur hins vegar aukið jafn mikið söluna á árinu og BMW þar sem 119% aukning hefur orðið.

Á bílaleigumarkaðnum í heild voru 104 bílar nýskráðir í nóvember og hafa leigurnar keypt alls 8.449 bíla á árinu sem er 39% aukning frá síðasta ári þegar leigurnar keyptu 6.476 nýja bíla.

Renault Clio
Renault Clio
mbl.is