Þjóna Volvo og tanka

Kaupendur Volvo hafa vanist lúxusnum helst til mikið, alla vega í Bandaríkjunum. Þeir vilja ekki þurfa hafa fyrir því að tanka bílinn eða fara með hann á þjónustuverkstæði þegar svo ber undir.

Hjá slíkum smámunum vilja 57% kaupendur Volvobíla komast eigendur og alls þætti rúmlega 70% gott að þurfa ekki aka bílnum inn á bensínstöð.

Því stendur Volvo nú fyrir reynsluverkefni sem 300 eigendur  Volvo S90 og XC90 í San Francisco í Kaliforníu hafa aðgang að. Greiðasemi sú byggist á On-Call þjónustukerfinu sem meðal annars býður upp á sjálfvirka neyðarhjálp. Með hjálps sérstaks apps geta eigendurnir pantað þjónustuskoðun og fengið bílinn sóttan og þjónustaðan meðan þeir t.d. eru í vinnu sinni.


 

mbl.is