Karlar borga meira fyrir tryggingar en konur

Í vandræðum vegna fannfergis í Hauppauge í New Yorkríki sl. …
Í vandræðum vegna fannfergis í Hauppauge í New Yorkríki sl. fimmtudag. AFP

Þrátt fyrir kynja- og jafnréttisreglur Evrópusambandsins (ESB) borga karlmenn meira fyrir að tryggja bíl sinn en konur, samkvæmt tryggingavísitölunni sem kennd er við Willis Towers Watson.

Vísitalan leiðir í ljós að ekkert lát er á verðhækkunum tryggingafélaga en verðið hækkaði um 15% nýliðið ár, eða sem svarar að meðaltali um 13.000 króna hækkun. Með öðrum orðum getur breskur bíleigandi átt von á því að þurfa að borga 767 sterlingspund eða um 108 þúsund krónur fyrir fulla altryggingu.

Dýrari hefur slík trygging ekki verið frá miðju ári 2012 er hún stóð í 797 pundum. Þegar eitt misseri er borið saman við annað er engar vísbendingar að finna er bent gætu til að lækkun væri í kortunum í náinni framtíð. Síðasta fjórðung ársins hækkuðu tryggingar til að mynda um 4%.

Og sé betur kafað í gögnin kemur í ljós að aldraðir ökumenn – á sjötugs- og áttræðisaldri – hafa orðið harðar fyrir barðinu á hækkunum en aðrir. Almennt hafa iðgjöld karla hækkað um 15% en kvenna um 13%. Stendur meðaliðgjald karla, án bónusa, í 812 pundum en kvenna í 711 pundum. Hefur aldrei fyrr munað 100 pundum á kynjunum. Þrátt fyrir að ESB-reglur leggi bann við því að iðgjald sé ákveðið á grundvelli kynferðis hefur bilið milli karla og kvenna aukist, körlum í óhag. Þegar reglurnar tóku gildi var munurinn 51 pund og lækkaði síðan fljótt niður í 27 pund. Síðan hefur bilið aukist aftur jafnt og þétt.

Í umfjöllun vefsetursins confused.com um þennan kynjamun og iðgjaldabreytingar er ekki gerð tilraun til að útskýra hann.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: