Móðgið ekki traktorskónginn

Lamborghini byrjaði sem dráttarvélasmiður.

Áhugamenn um bíla sperra flestir upp eyrun þegar minnst er á hið álitsmikla tegundarnafn Lamborghini.

Það er í sjálfu sér skiljanlegt, en ætli hafi verið svo í öndverðu? Frá upphafi sportbílafyrirtækisins.

Svo er nefnilega mál með vexti að Lamborghini hóf starfsemi og skaut undir sig rótum með smíði dráttarvéla.

Í meðfylgjandi myndskeiði má fræðast um þetta og eitt og annað úr sögu sportbílasmiðsins ítalska.

Metsala 2016

Lamborghini fyrirtækið er við hestaheilsu og seldi í fyrra, 2016, fleiri sportbíla en nokkru sinni áður. Alls afhenti bílsmiðurinn 3.457 sportfáka um heim allan og er það í fyrsta sinn sem yfir 3.400 bílar eru seldir á einu ári. Aukningin frá 2015 var 7% og miðað við árið 2000 er hún 260%.

Vinsælasta módelið í fyrra var Lamborghini Huracan en 2.353 slíka bíla seldi fyrirtækið 2016. Í öðru sæti varð hin mun dýrari Aventador, en af honum seldust 1.104 eintök.

mbl.is