Tvær milljónir Skoda í Kína

Li Hongan (l.t.v.) tekur við tímamótabílnum í Sjanghæ.
Li Hongan (l.t.v.) tekur við tímamótabílnum í Sjanghæ.

Skoda afhenti fyrir helgi tveggja milljónasta bílinn sem tékkneski bílsmiðurinn selur í Kína.

Um var að ræða pólhvítan Skoda Superb með 1.4 TSI dísilvél. Kaupandi hans var Li nokkur Hongan í Sjanghæ.  

Í Kína er að finna lang stærsta markað fyrir Skodabíla, en þar hefur bílsmiðurinn verið með starfsemi í áratug.

mbl.is