Stór og mikil áform til næstu ára

Kia Soul hefur verið vinsæll meðal þeirra sem vilja rafmagnaðan …
Kia Soul hefur verið vinsæll meðal þeirra sem vilja rafmagnaðan bíl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mercedes-Benz hefur komið mjög sterkt inn á rafbílamarkaðinn og er einn af þeim framleiðendum sem bjóða upp á hvað mest úrval rafbíla í dag,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

„Annars vegar bjóða þeir í dag upp á hreinan rafbíl, B-Class, sem kom á markaðinn seint á síðasta ári og hefur byrjað mjög vel á þessu. Þetta er bíll sem gengur að öllu leyti fyrir rafmagni og er með drægni upp á 230 kílómetra við kjöraðstæður.“

Umfangsmikil rafbílavæðing

Þarna er að sögn Jóns Trausta um að ræða fyrsta skrefið af mörgum í þessa átt hjá Mercedes-Benz því á næstu 9 árum koma á 10 nýir hreinir rafbílar frá þeim á markaðinn og sá næsti kemur strax á næsta ári.

„Þar er á ferðinni jeppi með hátt í 500 kílómetra drægni, fjórhjóladrifinn og eingöngu knúinn rafmagni. Þessi bíll verður ennfremur búinn nýrri tækni sem gerir eigandanum kleift að hraðhlaða bílinn með 150 kílómetra drægni á fimm mínútum.“

Bíllinn verður knúinn rafhlöðu sem Mercedes-Benz framleiðir og er framleiðandinn í því sjónarmiði að reisa eina stærstu framleiðslulínu fyrir rafhlöður í Evrópu sem mun verða opnuð í júní á næsta ári. „Benz ætlar sér mjög stóra hluti á rafbílamarkaðnum,“ bætir Jón Trausti við.

Mercedes-Benz GLE í plug-in hybrid útgáfu er söluhár enda öflugur …
Mercedes-Benz GLE í plug-in hybrid útgáfu er söluhár enda öflugur og vel búinn. Júlíus Sigurjónsson


Hins vegar bjóða Mercedes-Benz upp á mjög breitt úrval af plug-in hybrid bílum og líklega sá framleiðandi sem flestar gerðir býður í dag, eða alls sex talsins.

Frá 1% upp í 50% í Evrópu

„Þarna erum við í fólksbílunum með C-Class, E-Class og S-Class, og í jeppum og jepplingum erum við að tala um GLE, GLC og GLC Coupe. Salan á þessum bílum hefur gengið mjög vel og í dag er mjög stórt hlutfall af seldum jeppum hjá okkur af plug-in hybrid gerð. Ég geri ráð fyrir því að á árinu 2017 verði samanlagt hlutfall rafbíla og plug-in hybrid hjá Mercedes-Benz í kringum 40-50%. Mér finnst það ekki ósennilegt,“ bætir hann við.

Jón Trausti nefnir ennfremur að hann hafi séð spár frá höfuðstöðvum Mercedes-Benz sem menn telja að hlutfall rafbíla í Evrópu – sem er í dag innan við 1% – geti farið í allt að 50% á næstu 10 árum. Það verða því tekin stór skref á næstu 1-3 árum og í kjölfarið verður hægt að fá mikinn fjölda mismunandi bíla með drægni og hleðslumöguleikum sem henta Íslendingum.“

Hybrid, plug-in og rafbíll frá Kia

Af Kia er það að segja að rafbíllinn Soul hefur selst ágætlega og sífellt fleiri bílar frá þessum vinsæla kóreska framleiðanda fást sem hybrid-bílar, að sögn Jóns Trausta. „Á þessu ári verða þrjár slíkar gerðir í boði, Kia Optima bæði sem sedan-bíll og í station-útfærslu, og svo Kia Niro sem plug-in hybrid. Kia hefur verið virkur þátttakandi á þessum markaði og er með metnaðarfull áform í framhaldinu fyrir næstu ár. Annars eru Kia einfaldlega hagkvæmir og sparneytnir bílar og hafa skapað sér orð sem slíkir enda með eyðslutölur á bilinu 4-5 lítrar á hundraðið, í öllum stærðum og gerðum. Það sýna sölutölurnar enda er bíllinn sá næstmest seldi hér á landi.“

jonagnar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: