Ljótustu bílarnir í Genf

Bílasýningar eru jafnframt frétta- og umfjöllunarefni vegna glæsilegra sýningargripa nútíðar og framtíðar. Ber þá mikið á lofi og lítið fer fyrir lasti.

Þá eru týndir til eðalvagnar, kraftmiklir sportbílar og fagurlega hannaðir bílar. Skoska blaðið The Scotsman fjallar um sýninguna með hefðbundnum hætti, en líka nokkuð óvenjulegum.

Hefur blaðið meðal annars kosið að fara þá leið að útnefna ljótustu bíla Genfarsýningarinnar. Tilrekur The Scotsman sex bíla sem ekki féllu í náð hjá blaðinu.

Fyrstan telur það upp Mercedes Maybach G650 Landaulet, hinn útlitslega aldraða G-Wagen frá Maybach, lúxusdeild Mercedes. Segir blaðið hann vissulega bjóða upp á mikinn lúxus og vera gæðasmíði, en fagur geti hann ekki talist.

Næstur á listanum er Mansory Bentayga, fyrsta jeppa lúxusbílasmiðsins Bentley.  Hann sé ekki haglega gerður og dularfullt útlit. Ekki tekur betra við í lýsingu á Brabus Adventure 4×4² G-Wagen. Fyrirferð hans og búnaður hafi verið eins og hann væri á leið á vígvöll. Um sé að ræða breyttan bíl þar sem hefðbundinni G550 hafi fengið stærri vél, 542 hestafla og verið hækkaður undir lægsta punkt um 40 sentímetra.

Hinn uppskrúfaða og álappalega Chevrolet Colorado ZR-2 pallbíl segist blaðið ekki geðjast . Sem betur fer væri hann ekki á leið til Bretlandseyja. Framleiðandinn lýsir honum sem hreinræktuðum utanvegarbíl er bæri eigendur sína hvert sem þeim sýndist að komast.

Sportbíllinn Gemballa Avalanche fær á baukinn en segir þó að framan að sjá virðist þessi bíll ekki svo hlægilegur, en þar er á ferðinni umbreyttur Porsche 911. „Þegar þú gengur aftur fyrir hann þá blasir þessi vindkljúfur við. Hann er þar til að hjálpa hinum endurstillta Porker að meðhöndla hestöflin sín 808. En hann lítur eitthvað svo öfugt út,“ segir blaðið.

Sjötti og síðasti „ljóti“ bíllinn að mati skoska blaðsins er Mansory Levante, fyrsti jeppi ítalska sportbílasmiðsins Maserati. Blaðið segir Levante-jeppann grípandi en breytingar Mansory á yfirbyggingu séu misheppnaðar.  

mbl.is