Þrír með jafnmesta upptakið

Hyundai Tuczon.
Hyundai Tuczon.

Hyundai Tucson 2.0 CRDi, Kia Sportage 2.0 CRDi 4x2 og Suzuki Vitara 1.6 DDiS eru með besta hröðun af dísiljeppum þegar bílhraðinn er aukinn úr 80 km/klst í 120 km með því að beita fimmta gír eingöngu.

Þetta eru niðurstöður mælinga sérfræðinga franska bílaritsins Auto Plus á hröðun dísiljeppa með 150 hestafla vél að hámarki og með handskiptingu. Höfðu þeir 30 mismunandi módel til taks og munaði heilum fimm sekúndum á framangreindum jeppum og Audi Q3 2.0 TDI sem varð í þrítugasta og neðsta sæti. Í vegalengd þýðir það að snörpustu bílarnir þrír þurftu 150 metrum styttri vegalengd til að ná 120 km/klst ferð.

Kia Sportage jeppinn.
Kia Sportage jeppinn.


Hyundai Tucson (136 hestöfl), Kia Sportage (136 hestöfl) og Suzuki Vitara (120 hestöfl) voru aðeins 8,6 sekúndur að lyfta sér úr 80 í 120 við prófið. Við aksturinn voru bílarnir alltaf í fimmta gír eingöngu.

Rétt á eftir á 8,8 sekúndum varð Peugeot 3008 2.0 BlueHDi (150 hesta) og í fimmta til sjötta sæti á 9,0 sekúndum urðu Mazda CX-5 2.2 Skyactive-D 4x2 (150 hesta) og Nissan Qashqai 1.6 dCi (130 hesta).


Í sjö til 10 urðu Subaru XV 2.0D (147 hesta) á 9,4 sek., Renault Kadjar 1.6 dCi (130 hesta) á 9,7 sek., BMW X1 sDrive 18d (150 hesta) á 9,8 sek. og Audi Q3 TDI ultra (150 hesta) á 9,9 sek.

Þar á eftir komu svo:

10,0 Ford Kuga TDCi 4x2 (150 hesta)

10,2 Seat Ateca 2.0 TDI 4Drive (150 hesta)

10,3 Subaru Forester 2.0D (147 hesta)

10,5 Peugeot 3008 1.6 BlueHDi (120 hesta)

10,6 VW Tiguan 2.0 TDI (150 hesta)

10,8 Toyota Rav 4 D-4D (143 hesta)

11,1 Citroen C4 Aircross 1.6 HDi 4x2 (115 hesta)

11,2 Range Rover Evoque eD4 (150 hesta)

11,3 Dacia Duster 1.5 dCi (110 hesta)

11,3 Mercedes GLA 200 d (136 hesta)

11,6 Kia Sportage 1.7 CRDi 4x2 (115 hesta)

11,8 Hyundai Tucson 1.7 CRDi (115 hesta)

11,9 Mitsubishi ASX 1.8 DI-D 4x2 (115 hesta)

11,9 Nissan Qashqai 1.5 dCi (110 hesta)

11,9 Peugoet 3008 1.6 HDi (115 hesta)

12,0 Ford Kuga 1.5 TDCi (120 hesta)

12,0 Peugeot 4008 1.6 HDi (115 hesta)

13,1 VW Tiguan 2.0 TDI (115 hesta)

13,4 Renault Kadjar 1.5 dCi (110 hesta)

13,6 Audi Q3 2.0 TDI (120 hesta)

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: